Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Uppskriftir

Uppskriftir

Grilluð rækju-ostasamloka

18.06.2021

Brauðið er smurt með smjöri öðru megin en mæjónesi hinu megin. Osturinn er skorinn í sneiðar (hægt er að leika sér með tegund af osti) og lagður á brauðið mæjónes megin, rækjur settar á (gott er að krydda þær til með salti og pipar) og sett saman sem samloka.

Grillað brauð með skelfisk salati

18.06.2021

Brauðið er skorið, smá olíu dreift yfir og það grillað, gott að gera þetta rétt áður en rétturinn er borinn fram. Perlubygg er soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu. Því næst eru kryddjurtir, olía, capers, sítróna og hvítlaukur unnin saman í matvinnsluvél og smakkað til með salti...

Humar crudo

18.06.2021

Humarinn er skorinn fínt með hníf og skipt í fernt og settur á milli tveggja arka af bökunarpappír og flattur út gott að nota kökukefli, næst settur á disk flattur út og saltaður létt, síðan hellt vinagrettunni yfir ásamt greip bitum, hnetum og nori. Gott er að rista noriið á grilli eða pönnu og skera síðan.

Taco með grísahnakka, mangósalsa og avókadómauki

28.02.2019

Kryddið grísahnakkana með þurrkryddinu á alla kanta og leyfið að standa í að minnsta kosti 15 mín. Grillið kjötið þangað til það er fulleldað.

Kjúklingavængir

28.02.2019

Kjúklingavængirnir eru teknir úr saltvatninu og þerraðir dálítið áður en þeir eru settir í deigið til djúpsteikingar. Steikið vængina, nokkra í einu, í 160°C heitri olíu í 4-5 mín. eða þangað til að þeir taka á sig smá lit. Setjið á viskustykki til að þerra. Steikið vængina aftur í 180°C heitri olíu þar til þeir verða gullnir á lit. Setjið þá síðan beint í sósuna og blandið öllu vel saman. Setjið í skál og skreytið með ristuðum sesamfræjum og fínt skornum vorlauk.

Nautaspjót „Bulgogi“ með Kimchi

28.02.2019

Allt hráefni í marineringuna er maukað saman í matvinnsluvél og smakkað til með pipar. Marinerið kjötið í 1 klst. og grillið síðan. Borið fram með hrísgrjónum og Kimchi.

Kjúklingavængir

28.02.2019

2;kg;kjúklingavængir 4;l;vatn 150;g;salt -SÓSA 1;msk.;engifer, saxað 3;msk.;hvítlaukur, saxaður 100;ml;Mirin 100;ml;sojasósa 100;ml;appelsínusafi 1;stK.;appelsína (börkurinn) 3;msk.;gerjað kóreskt chili-mauk 1;tsk.;Shriracha sósa eða Sambal Oelek 3;msk.;púðursykur 2;msk.;hrísgrjónaedik 1;msk.;sesamolía -DEIG TIL AÐ STEIKJA VÆNGINA 2;dl;hveiti 2;dl;maizenamjöl ½;l;vatn 1;tsk.;salt -TIL SKRAUTS 2;msk.; sesamfræ 1;búnt;vorlaukur

Nautaspjót „Bulgogi“

28.02.2019

1;kg;nautakjöt, t.d mínútusteikur -MARINERING 7;msk.;sojasósa 3;msk.;púðursykur 2;msk.;Mirin 1;stk.;rautt epli ½;laukur 1;msk.;hvítlaukur, saxaður 2;msk.;engifer, saxað fínt 2;msk.;sesamolía Pipar

Byggottó með heimalöguðu pestó og kirsuberjatómötum

20.08.2018

Hentar fyrir 4 sem forréttur eða fyrir 2 sem aðalréttur

Nautatartar

20.08.2018

-GRUNNSÚR 700; g; heilhveiti 700; g; venjulegt hveiti -SÚRDEIGSBRAUÐ 750; g; vatn 200; g; súr 850; g; hveiti 100; g; gróft heilhveiti 50; g; semolina hveiti Salt -NAUTATARTAR 2 ;msk.; sjávarsalt 2 ;msk.; hrásykur 1 ;msk.; rósapiparkorn 1 ;tsk.; fennelfræ 100 ;g; nautakjöt (grasfóðrað) -TARTAR Ögn af salti Ögn af pipar 1 ;msk.; kapers 1 ;tsk.; dijon sinnep 1/2;sítróna (safi og rifinn börkur) 1; sýrð gúrka, fínsöxuð 1 ;msk.; graslaukur, fínsaxaður 1 ;msk.; Extra Virgin ólífuolía -SÝRÐAR GÚRKUR (magn fyrir 500 ml krukku) 200;ml; vatn 300; ml; edik 1 1/2; msk.; hrásykur 1 ;msk.; sjávarsalt 5 ;stk.; smágúrka 1 ;hvítlauksrif 2 ;stk.; dill