Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nýtt Vínblað

12.03.2010

Nýtt VínblaðNýtt Vínblað er nú komið í Vínbúðir en í því er að finna vörulista Vínbúðanna ásamt ýmsum fróðleik um vín og mat.

 

Álfgeir Logi Kristjánsson, rannsóknarstjóri Rannsókna & greiningar skrifar áhugaverða grein um áfengisnotkun fólks sem ekki hefur aldur til að neyta áfengis.

 

Austurlenskum mat er gerð skil og farið yfir hvaða vín henta með slíkum mat. Vínræktarsvæðið Chablis er skoðað, helstu fréttir úr vínheiminum ræddar og farið yfir söluhæstu tegundirnar árið 2009. Einnig eru í blaðinu girnilegar uppskriftir, kokteilar, veisluvínsmolar, árgangatafla og fleira fróðlegt.

 

Þú getur nálgast frítt eintak í næstu Vínbúð, en hér er einnig hægt að skoða vefútgáfu af blaðinu.