Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala á þorrabjór hefst á fimmtudag

22.01.2010

Sala á þorrabjór hefst á fimmtudagFjórar tegundir af þorrabjór verða í boði í vínbúðunum þetta árið. Um er að ræða Egils þorrabjór, Kalda þorrabjór, Jökul þorrabjór og Suttungasumbl frá Brugghúsinu í Ölvisholti.

Sölutímabil þorrabjórs er frá bóndadegi til konudags eða einn mánuður. Þorrabjórinn er jafnan framleiddur í takmörkuðu magni, en hann verður fáanlegur í öllum Vínbúðum, að lágmarki ein tegund í minnstu búðunum. Í vöruspjaldi hverrar tegundar er hægt að sjá í hvaða Vínbúð viðkomandi bjór fæst.

Einnig er hægt að fá lista yfir alla þorrabjórana með því að haka við táknið "tímabundið í sölu" í vöruleitinni.