Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Engir plastpokar í Stykkishólmi

12.09.2014

Engir plastpokar í StykkishólmiÍ dag, föstudaginn 12.september munu flestar verslanir og þjónustuaðilar í Stykkishólmi hætta með plastpoka á sínum snærum. Vínbúðin Stykkishólmi tekur að sjálfsögðu þátt í átakinu og mun leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum margnota poka. Í stefnu fyrirtækisins kemur fram að við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar og er þetta átak mjög í þeim anda.

 

Í dag stendur yfir hátíð í Stykkishólmi þar sem vistvænar leiðir eru kynntar gestum og gangandi. 

 

Það verður áhugavert að sjá hvernig til tekst, en Stykkishólmur er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að taka þetta stóra skref. Hinsvegar þekkist það víða erlendis að plastpokar séu bannaðir, nú síðast þegar tekin var ákvörðun um að banna plastpoka í Los Angeles í Kaliforníu.