Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks janúar - apríl

08.05.2014

Sala áfengis jókst um 3% í lítrum fyrstu fjóra mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Í einstökum vöruflokkum varð aukning í sölu lagerbjórs um 3% en samdráttur varð í sölu á rauðvíni um 1,3% og hvítvíni um 2,1%. Sala ávaxtavína heldur áfram að aukast en söluaukningin er þó minni á milli ára nú en í fyrra. Áframhaldandi samdráttur er í sölu blandaðra drykkja. 

Janúar - apríl

Í heildina varð 1,4% aukning í sölu léttvína og 3,5% aukning í sölu bjórs. Hins vegar varð samdráttur í sölu á sterku áfengi 3,8%.


Sala tóbaks
Fyrstu fjóra mánuði ársins var aukning í sölu neftóbaks um tæplega 42%. Sala vindlinga jókst um 8,8% og reyktóbaks um 3,8%. Samdráttur varð aftur á móti í sölu vindla um tæp 2% á milli ára.

Sala tóbaks