Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

02.08.2011

Verslunarmannahelgin í VínbúðunumSala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var tæplega 11% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári.  Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust  744 þúsund lítrar.  6% færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, tæplega 117 þúsund á móti 124 þúsund árið 2010. Færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar mánudag til föstudags.  Einungis á laugardeginum komu fleiri viðskiptavini í ár en í fyrra.

 

Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er venjulega einn annasamasti dagur ársins í Vínbúðunum og síðastliðinn föstudagur var þar engin undantekning.  39.700 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þann dag á meðan 43.700 heimsóttu Vínbúðirnar sama dag fyrir ári, eða rúmlega 9% færri viðskiptavinir.

 

Í Vínbúðinni í Vestmannaeyjum komu um 2.570 viðskiptavinir föstudag og laugardag um verslunarmannahelgi í fyrra, en í ár heimsóttu um 2.127 viðskiptavinir Vínbúðina, eða 17,2% færri viðskiptavinir.   Á Akureyri komu um 4.848 viðskiptavinir sömu daga fyrir ári en 4.759 í ár eða 1,8% færri viðskiptavinir.  Hins vegar komu 6% fleiri viðskiptavinir í Kringluna þessa sömu daga miðað við árið í fyrra og 11% fleiri í Smáralind.

 

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum