Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala í desember 2010

03.01.2011

Sala í desember var 4% minni en sama mánuð í fyrra.  Sala á rauðvíni dróst saman um 4,8% og hvítvíni um 2,6%.
Sala á freyðivíni jókst hins vegar á milli ára um rúm 15% á meðan sala á lagerbjór dróst saman um 3,8%.

 

Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3%

 

Salan dagana 30. og 31.desember var 359 þúsund lítrar og dróst því saman um 7,3% í magni frá frá fyrra ári þegar salan var 388 þúsund lítrar.  Viðskiptavinum fækkaði hins vegar einungis um 1,2%, voru nú 64.500 en 65.300 sömu daga fyrir ári. 

 

Ef einungis er horft á fjölda viðskiptavina, þá komu fleiri viðskiptavinir í Vínbúðirnar föstudaginn 30.desember en sama dag árin 2009 og 2008 eða 44.120.  Sömu tölur fyrir árin 2009 og 2008 eru 43.659 og 41.998.  Ekki ertu til tölur um einstakan söludag þar sem fleiri viðskiptavinir hafa komið í Vínbúðirnar en 30.desember 2010.