Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Góðar viðtökur á Hvolsvelli

26.08.2010

Góðar viðtökur á HvolsvelliVínbúðin Hvolsvelli flutti í nýtt húsnæði þann 23.mars sl. Búðin opnaði því í miðju eldgosi í Eyjafjallajökli, en hræringar á Fimmvörðuhálsi hófust daginn áður. Í kjölfarið hófst söguleg barátta við náttúruöflin og þrátt fyrir það að svæðið hafi verið mjög mikið lokað af á tímabili hefur verið mikið að gera í Vínbúðinni. Í lok júlí opnaði svo Landeyjarhöfn, sem jók enn frekar á umferðina á svæðinu.

Viðtökur viðskiptavina hafa verið mjög góðar, en söluaukningin er 42% í sumar (maí-júní) miðað við sama tíma í fyrra. Aðgengi hefur batnað til muna og nú er hægt að ganga beint af bílastæðum inn í búðina og ánægja er með uppsetningu búðarinnar sem er mun rýmri en sú gamla. Nýja búðin er einnig sjálfsafgreiðslubúð og eru viðskiptavinir ánægðir með þá breytingu.