Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Annir fyrir verslunarmannahelgi

26.07.2010

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum.  Venjulega koma milli 125 – 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku, sem er um 25-30% meira en vikuna á undan verslunarmannahelgarvikunni.
Árið 2009 komu um 125 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem var um 2% færri en komu árið áður.
Eins og hefðbundnar vikur, þá koma flestir viðskiptavinir vikunnar í Vínbúðirnar á föstudeginum.  Verslunarmannahelgarvikan er þar engin undantekning og venjulega koma um 43-45 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þennan dag.  Flestir viðskiptavinanna koma milli kl 16 og 18, yfir 7 þúsund á klukkustund.
Flest bendir til þess að viðskiptavinafjöldi verslunarmannahelgarvikunnar verði svipaður og í fyrra og er undirbúningur í fullum gangi til að hægt sé að taka vel á móti viðskiptavinunum þessa viku.

Annir fyrir verslunarmannahelgi