Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Samdráttur í sölu bjórs hlutfallslega meiri en í léttvínum.

02.07.2010

Samdráttur í sölu bjórs hlutfallslega meiri en í léttvínum.Fyrstu sex mánuði ársins hefur sala á áfengi dregist saman um 7,3%  í lítrum miðað við sama tíma árið 2009.  Hlutfallslega er samdrátturinn meiri í bjór en léttvínum.   Sala á lagerbjór hefur dregist saman um tæplega 7% á árinu en rauðvín um tæp 6% á meðan sala á hvítvíni hefur dregist saman um 3% á milli ára.

 

Sala áfengis í júní er hins vegar 5,4% meiri í lítrum en í júní 2009.  Hlutfallslega er mesta aukningin í sölu á hvítvíni eða 18% því næst í rauðvíni 11% en sala á bjór er um 4% meiri en í júní í fyrra.