Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Góð afkoma ÁTVR árið 2009

08.06.2010

Góð afkoma ÁTVR árið 2009Ársskýrsla ÁTVR  2009 er komin út.  Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks.   Sala áfengis á árinu 2009 var tæplega 20 milljón lítrar eða um 2% minni sala en árið áður.  Alls voru seldir um  15,8 m.ltr af bjór, en hlutur innlendra framleiðenda í sölu bjórs var 72% og hefur aldrei verið hærri. Samdráttur var í sölu vindlinga á árinu um 6,3% en aukning í sölu reyktóbaks,  nef- og munntóbaks.

 

Rekstrartekjur voru 25.244 m. kr.  án vsk.  Tekjur af sölu áfengis voru 16.974 m.kr. og jukust um 18,7% á milli ára.  Tekjur af sölu tóbaks jukust um 19,5% á milli áranna 2008 og 2009 og voru 8.229 m.kr.   Rekstrargjöld náum 23.978 millj.  Á árinu 2009 var farið í fjölmargar aðgerðir  til að hagræða í rekstri sem skiluðu góðum árangri.   Hagnaður ársins var 1.375 milljónir kr. í samanburði við 447 milljónir árið áður.  Árið 2009 er besta rekstrarár ÁTVR frá því skattar voru aðskildir frá rekstrartekjum fyrirtækisins.  ÁTVR skilaði 960 milljónum króna í ríkissjóð í stað 210 m. sem fjárlög gerðu ráð fyrir.

 

Viðskiptavinir Vínbúðanna hafa aldrei verið ánægðari en samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar  var Vínbúðin   í öðru sæti í flokki smásölufyrirtækja.  Vínbúðin var jafnframt hástökkvari í könnuninni en ekkert fyrirtæki hækkaði sig eins mikið á milli ára.  

 

Ársskýrsluna má sjá í heild hér.