Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Magn vínfanga í veisluna

25.05.2010

Magn vínfanga í veislunaÞegar halda á veislur vaknar iðulega spurningin hversu miklu magni á ég að reikna með í veisluna? Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það. Það fyrsta er hvenær veislan er haldin, þ.e.a.s. um helgi eða virkan dag. Hversu lengi stendur veislan, aldursskipting, árstími og fleira hefur einnig mikið að segja.

Nokkur viðmið eru þó til en algengt er að reikna um ½ flösku á mann í heildarmagni léttvína. Hver léttvínsflaska gefur 6 glös af venjulegri stærð. Ef um bjór er að ræða þá er algengt að reikna með um lítra á mann (2 stórir eða 3 litlir).

Algengast er þó að taka heldur ríflega og skila síðan því sem eftir verður. Þegar um sterkt vín er að ræða þá gefur 700 ml flaska ríflega 23 einfalda (3 cl). Ef skila þarf vínum þá er endurgreitt inn á kreditkortareikning viðkomandi, bara muna að halda upp á reikning eða kvittun.

Veislureiknivél