Fréttasafn

25.09.2007 | Vínskóli vínbúðanna og WSET

Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið vínskóla hugsaðan til að auka vöruþekkingu starfsmanna í þeim tilgangi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur. Nú síðastliðið vor hlotnaðist Vínskólanum mikill heiður, þegar einn virtasti vínskóli heims, WSET í London, viðurkenndi vínskóla vínbúðanna sem einn af þeim vínskólum í veröldinni sem væri hæfur til þess að kenna svokallað Advanced námskeið þeirra. Þetta er staðfesting fyrir vínskólann á að kennsla og öll aðstaða til hennar er á heimsmælikvarða og að vínbúðirnar hafa innan sinna vébanda vínsérfræðinga sem haa þekkingu til að annast alþjóðlega viðurkennd námskeið.
 
 


Til baka

 

Breyta um leturstærð

  • Stækka letur
  • Minnka letur


  • Leit