Fréttasafn

03.03.2004 | Íslandsmeistaramót barþjóna

Íslandsmeistaramót barþjóna var haldin sl. sunnudag á sýningunni Matur 2004. Var m.a. keppt í gerð kokteila. Dómnefnd mat vinnubrögð barþjónanna og útlit, bragð og lykt kokteilanna. Árni Gunnarsson hlaut fyrsta sæti með kokteilinn Legolas, Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir  annað sætið með kokteilinn Kvennabósann og Ólafía Hreiðarsdóttir  þriðja sætið með Oliver.

Uppskriftir verðlaunakokteilanna fylgja hér með leyfi Barþjónaklúbbs Íslands.

1. verðlaun
Legolas
1,5 cl Mandarínuvodka*
1,5 cl Pisang Ambon
1,5 cl Peachtree
1,5 cl Perusafi
Hristur
Skreytt með ferskum ávöxtum
Höfundur: Árni Gunnarsson

2. verðlaun
Kvennabósinn
2 cl Malibu
0,5 cl Banana líkjör*
0,5 cl Cassis líkjör
3 cl Trönuberjasafi
Dash Lemon Rom
Hristur
Skreytt með jarðarberjum, mintulaufi og sítrónugrasi
Höfundur: Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir

3. verðlaun
Oliver
1 cl. Cranberry vodka
1 cl. Peachtree
1 cl. Cranberry síróp
2 cl. Trönuberjasafi
Hristur
Skreytt með ferskum ávöxtum
Höfundur: Ólafía Hreiðarsdóttir

*Fæst ekki í vínbúðum

Hér fylgja uppskriftir að nokkrum öðrum kokteilum sem voru í keppninni, með leyfi Barþjónaklúbbs Íslands:

Bonanza
2 cl Jarðarberja síróp
1 cl Cocos síróp
3 cl Romm, ljóst
Hristur
Skreytt með ávöxtum
Höfundur: Tómas Kristjánsson

Marz
4 cl Pech De Vigne
2 cl Mandarine
0,5 cl Vanille
0,5 cl Aprikósu líkjör
Hristur
Skreytt með vanillustöng, blæjuber, minta og mandarína
Höfundur: Þorkell Freyr Sigurðsson

Omega
3 cl Lemon vodka
2 cl Alizé Red Passion
1 cl Jarðarberja síróp
Dash Cointreau
Hristur
Skreytt með jarðarberjum, mintu og appelsínu
Höfundur: Árni Kristjánsson

Stacy
2 cl Romm, silver
1 cl Amaretto
1 cl Mandarine
2 cl Ananassafi
Hristur
Skreytt með ferskum blönduðum ávöxtum
Höfundur: Ágúst Guðmundsson

 

 


Til baka

 

Breyta um leturstærð

  • Stækka letur
  • Minnka letur


  • Leit